Forsíða Umsagnir Enginn kemst með tærnar þar sem þið hafið hælana
Enginn kemst með tærnar þar sem þið hafið hælana
Ég er búinn að vera í tölvubransanum í 10 ár og átt viðskipti við marga hýsingaraðila bæði hérlendis og erlendis. Síðan ég flutti mín viðskipti til ykkar hef ég ekki þurft að hafa áhyggjur af eftirliti með vélbúnaði, diskaplássi eða gagnamagni og öll þjónusta sem ég hef óskað eftir hefur verið innt af hendi með hraða sem ég hef ekki kynnst áður.

Ég mæli hikstalaust með ykkur við mína viðskiptavini, því enginn kemst með tærnar þar sem þið hafið hælana þegar kemur að verði og þjónustu.

Bestu kveðjur,
Kjartan S.
www.arangur.is