Forsíða Hjálp og hjálpartól Tölvupóstur (Netföng)
Tölvupóstur
Hversu langt nær okkar tæknilega aðstoð? Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst

Af gefnu tilefni teljum við ástæðu til fara aðeins yfir það hversu langt viðskiptavinir geta reiknað með að við göngum í aðstoð við uppsetningu á tölvupósti í einkatölvum þeirra. Til að skýra myndina aðeins notum við dæmi sem flestir eiga auðveldara með að skilja þ.e. úr hinum venjulega daglega veruleika.

Nánar...
 
GMail notað fyrir póstinn Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst

Þú getur nýtt GMail sem tölvupóstviðmót og sótt og sent tölvupóst þaðan í nafni þíns eigin léns. Þetta er einfalt í uppsetningu og þarfnast engrar sérstakrar tæknikunnáttu. Hér eru leiðbeiningar:

Nánar...
 
Öryggi póstgagna Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst

Töluvert er um það hjá viðskiptavinum að þeir geymi póstinn sinn hjá okkur varanlega jafvel þó þeir sæki póstinn með Outlook eða öðrum póstforritum. Það felst mikið öryggi í að eiga póstinn á tveimur stöðum og aðgengilegan hvaðan sem er í heiminum því sem næst. Í Outlook er netfangið stillt með valmöguleikanum "Leave mail on server" til að fá fram þessa virkni.

Nánar...
 
Pósthólfum umbreytt Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst

23. september 2007 uppfærðum við öll pósthólf hjá viðskiptavinum yfir í svokallað maildir form úr mbox. Þessi breyting þýðir að póstur verður öruggari en áður í geymslu og svörun ætti að verða betri hvað varðar að sækja póst og viðtöku á pósti. Ákveðin hraða takmörk voru áður vegna geymsluformsins en þau verða úr sögunni með þessari breytingu. Við höfum ekki fengið fréttir af alvarlegum hliðarverkunum en hliðarverkunum þó. Möppur í Squirrelmail hurfu út hjá sumum en það reyndist auðvelt að laga og segjum við hér frá hvernig það er gert.
 

Nánar...
 
Exchange póstþjónar Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Mörg fyrirtæki nota Microsoft Exchange tölvupóstþjóna til að halda utan um allan tölvupóst. Exchange er mjög öflugt kerfi sem gerir félögum mögulegt að geyma allan póst miðlægt og hafa aðgang að honum með vefviðmóti og fleira. Exchange er í raun hópvinnukerfi og þó margt megi finna að því er það eitt það öflugasta sem völ er á.
Nánar...
 
Vefpóstur - aðgangur Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Nánar...
 
Stofnun netfangs Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Netföng eru stofnuð í stjórnborðinu á vefhýsingunni (cpanel). Slóðinn inn á stjórnborðið er www.vefir.net/cpanel. Þú færð upp innskráningarglugga og setur þar inn notendanafn og lykilorð sem þér var gefið upp við skráningu vefhýsingarinnar. Stofnun netfangs er mjög einföld en í framhaldinu eru margar stillingar sem hægt er að gera umfram það að skrá netfangið. Stillingar sem hafa með ruslpóstsíun að gera og ýmislegt annað.
Nánar...
 
Uppsetning á IMAP aðgangi Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
IMAP aðgangur að pósthólfi gefur kost á að sækja aðeins titil póstanna áður en heildar einstaka póstur er sóttur. IMAP hentar þeim vel sem vilja sjá póstinn með GSM símanum sínum þ.e. með GPRS tengingu (margir símar bjóða upp á þennan möguleika nú orðið). Einnig þeim sem vilja alltaf hafa aðgang að póstinum á vefþjóninum þó hann sé skoðaður með öðrum viðmótum héðan eða þaðan. Uppsetning á IMAP aðgangi er í raun eins og POP3 nema að merkt er við að nota IMAP. Engin munur er á stillingum á póstþjóninum. Í þessum leiðbeiningum er gert ráð fyrir að netfangið hafi þegar verið sett upp í vefhýsingunni.
Nánar...
 
Uppsetning á POP3 aðgangi Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst

 

Í stuttu máli fyrir fagmenn: 

Outgoing mail (SMTP) og Incoming mail (POP3) hafa bæði slóðina mail.vefir.net. Ef sækja á póst með dulkóðaðri tengingu (secure connection port 995) er sett vps.vefhysing.com í Incoming slóðina. Að sjálfsögðu má nota "local" póstþjón fyrir SMTP svo sem eins og mail.simnet.is hjá Símanum og mail.internet.is hjá Vodafone. Sé lokað fyrir port 25 (SMTP) af einhverjum ástæðum má nota port 26 hjá okkur þ.e. sendingar í gegn um mail.vefir.net

 

Ítarlegri leiðbeiningar fyrir leikmenn (notast er við Outlook notendaviðmótið):

Outlook og Outlook Express eru líklega vinsælustu póstforritin nú á tímum. Í þessum leiðbeiningum er gert ráð fyrir að netfangið hafi þegar verið sett upp í vefhýsingunni. Nýja póstforritið frá Microsoft er svo Microsoft Mail en það kemur með Vista stýrikerfinu. Það er mjög svipað í uppsetningu og frændur þess Outlook og Outlook Express. POP3 aðgangur að tölvupósti sækir póstinn í pósthólfið með öllum viðhengjum og texta og hreinsar svo póstinn af póstþjóninum (reyndar er því stýrt með stillingum en sjálfgefna leiðin er að sækja póstinn og eyða honum svo af póstþjóninum).

Nánar...