Forsíða FTP uppsetning
FTP uppsetning Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst

Flestir vefhýsendur eru að nota ftp til að sýsla með skrár á vefsvæði sínu. Sumir nota Dreamweaver við vefsíðugerðina en það kerfi notar ftp til samskipta við vefsvæðið.

Uppsetning FTP aðgangs í vefhýsingunni
Það er góð regla að nota sérstakt notendanafn fyrir ftp samskiptin og forðast að nota aðal-notendanafn hýsingarinnar í þessum tilgangi. Opnið stjórnborðið (cpanel) til að stilla upp ftp aðgangi.

1. Smellið á Manage accounts undir FTP í stjórnborðinu (cpanel) og smellið þar á Add FTP Account

2. Það er ágætt að nota webmaster sem notendanafn í þessum tilgangi þ.e. sá sem uppfærir vefsíðurnar.

Athugið að láta kerfið beina webmaster að öllu undir public_html, það er gert með því að eyða "webmaster" strengnum úr Directory línunni og skilja aðeins eftir / eins og hér er sýnt.

3. Þegar tengjast skal með Windows eða Internet Explorer er notaður eftirfarandi strengur í þessu tilfelli:

ftp://webmaster.prufa.vefir.net: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. (best að slá beint inn í address reitinn og athugið að setja tvípunkt á milli notendanafns og lykilorðs).

4. Þegar tengst er með ftp kerfi eða Dreamweaver þá er notað eftirfarandi:

Slóð: prufa.vefir.net (ath. að breyta þessu í samræmi við þitt lén)

Notandi (User): webmaster.prufa.vefir.net eða Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. (ath. breyta samkvæmt þínu léni)

Og svo lykilorðið sem þú gafst upp

Dæmi úr AceFtp (ath. að fullt User ID sést ekki á þessari mynd)

Þessar stillingar eru sambærilegar í Dreamweaver en þess má geta að best er að prófa fyrst Passive Ftp þar sem boðið er upp á það.

Breytingar á aðgangsheimildum
Þegar notað er php og önnur forritunarmál við að gera vefinn virkari þarf oft að breyta aðgangi að ýmsum skrám og möppum. Bluelagoon stjórnborðið okkar er með viðmót til að gera slíkar breytingar. Ef smellt er á skrá eða möppu í File Manager birtist listi yfir valmöguleika. Smellt er á Permissions hlekkinn til að breyta aðgangsheimildum einstakrar möppu eða skrár.

Góðu fréttirnar eru að nota má Windows 2000 og Windows XP án nokkurra breytinga til að stjórna aðgangsheimildum og einnig til að sækja og senda skrár.

Notið eftirfarandi streng með breytingum í samræmi við þitt lén í address línu Internet Explorer eða í venjulegan windows glugga:

ftp://webmaster.prufa.vefir.net: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Þegar slegið er á enter á ofangreindri mynd birtist svipað og eftirfarandi:

Nú er hlægt að hægrismella á möppur eða skrár og fá upp sambærilegt við eftirfarandi:

Einnig má breyta aðgangsheimildum í ftp forritum eins og SmartFTP en það má fá ókeypis á eftirfarandi vefsvæði:

http://www.smartftp.com/