Forsíða Fréttir Uppfærsla í MySql 5
Uppfærsla í MySql 5

Ætlunin er að uppfæra megin MySql gagnagrunninn hjá okkur í útgáfu 5 í lok febrúar. Þetta gæti haft í för með sér að einstök kerfi hætta að virka sem skyldi. Engin vandamál eiga að vera með Joomla eða Mambo kerfin en þau eru lang vinsælust þeirra kerfa sem nota MySql gagnagrunninn.  Við munum halda útgáfu 4 af MySql í gangi á varavefþjóni hjá okkur og flytja þá hratt og örugglega á milli véla sem lenda í vandamálum með nýja kerfið.

Á þeim dögum sem eru til stefnu biðjum við viðskiptavini okkar að kanna samhæfni kerfa við MySql 5. Það er auðvelt að fletta þessu upp á www.google.com (gúgla það) en leitarstrengurinn gæti t.d. verið "[nafn kerfis] mysql 5". Vinsamlegast ætlist ekki til að við leysum tæknileg vandamál einstakra kerfa nema gegn þóknun. Það er fullkomlega eðlilegt að kerfi vefhýsingarinnar séu uppfærð og mikilvægt að halda þeim ekki í gíslingu fortíðarkerfa. Hafir þú athugasemdir eða spurningar um þessa ráðstöfun, vinsamlegast hafðu samband hér.

Helsta ástæða uppfærslunnar fyrir utan öryggismál er sú að geta nýtt nýjungar sem berast með MySql 5. Kerfið býður upp á Stored Procedures, User Functions, Triggers ofl.

Það er alltaf einhver áhætta falin í því að gera breytingar af þessu tagi. Við erum því viðbúnir því að þurfa að bakka með breytinguna yfir í heildar afrit af vefþjóninum. Við förum mjög varlega í breytingar af þessu tagi en viðskiptavinir sem hafa svo mikið sem minnsta ótta um óheppilega útkomu bendum við á að taka heildar afrit af sínu vefsvæði og taka afritið til sín á ftp þjón eða með öðrum tólum sem standa til boða. Við munum að sjálfsögðu aðstoða þá sem leita til okkar með slíka auka afritun.