Forsíða Fréttir Nýjungar í stjórnborðinu (cPanel)
Nýjungar í stjórnborðinu (cPanel)

Frá og með 19. sept. hefur stjórnborðið nýtt útlit og nokkrar afgerandi breytingar og viðbætur.

Á meðal nýjunga:

  • Vefdiskur: Notendur geta nú stofnað sérstaka möppu á heimasvæðinu sem er aðgengileg beint af skjáborði tölvunnar. Nota má draga og sleppa (drag and drop) til að færa skjöl á milli eða eyða þeim. Halað er niður litlu forriti sem bætir þessum kosti við stýrikerfi einkatölvunnar. Virkar fyrir Windows, Macintosh og Linux stýrikerfi. Frábær leið til að eiga öruggt afrit af fjölskyldumyndunum og/eða öðrum mikilvægum gögnum. Velja má um hvort gögnin séu aðgengileg öllum með vafra á veraldarvefnum eða aðeins aðgengileg með aðgangslykli.
  • Video kennsla: Notendur hafa nú aðgang að hreyfimyndum sem sýna hvernig á að framkvæma tilteknar aðgerðir innan stjórnborðsins.
  • Round Cube: Notendur vefpósts hafa nú um nokkurt skeyð haft aðgang að nýju vefviðmóti fyrir tölvupóstinn. Round Cube er mjög hreint og einfallt viðmót en jafnframt hraðvirkt. Eins og í Squirrel Mail má stilla viðmótið á íslensku og reyndar fjölda annarra tungumála.
  • Nýr File Manager: Skráaumsýsla hefur verið stórbætt með nýju tóli. Við höfum áfram aðgang að gamla tólinu en það nýja er bara mun betra, gefur betri yfirsýn, er hraðvirkara og skartar draga sleppa (á milli mappa) ásamt fleiri kostum sem við leyfum notendum að uppgötva sjálfum.
  • Gert klárt (Getting Started): Notendur hafa nú aðgang að byrjendakynningu á vefhýsingunni.

Nýr File ManagerOfangreint er aðeins hluti af nýjungunum en eins og sést á myndinni er viðmótið einnig aðeins öðruvísi þ.e.a.s. myndrænna. Þeir sem vilja halda í gamla textaútliðið geta gert það með einföldum hætti og/eða valið annað þema fyrir stjórnborðið sitt. Smellið á Change Style undir Preferences. Þar má velja úr nokkrum gerðum viðmóta ásamt litasamsetningu og þema-mynd. Notendur geta einnig raðað kerfisþáttum upp í viðmótinu eins og þeim hentar best, fellt saman suma þætti ofl.

Í nokkrum kerfisþáttum hefur verið bætti við vísum (Wizards á ensku sem stundum eru nefndir álfar á íslensku). Þeir geta einfaldað mjög uppsetningu á fyrirbærum eins og gagnagrunnum og slíku. Afritunarvísan (Backup Wizard) einfaldar t.d. afritun vefsvæðisins mjög mikið. Ath. að við afritum öll vefsvæði daglega en þeir sem vilja eiga eigin afrit á eigin tölvum hafa alltaf kost á að hala því niður með hjálp afritunarkerfisins. Slíkt getur t.d. komið sér vel ef einhver mistök verða við uppsetningu á vefsíðu og bakka þarf í eldra afrit. Við tökum gjald fyrir slíka aðgerð ef kerfisafritin okkar eru notuð en klárir lénsherrar geta notað endurheimtunarhlutann (Restore) í afritunarkerfinu til að gera slíkt sjálfir hafi þeir tekið eigin afrit. Þess má geta að ekki þarf að hala afritum til sín til að eiga kost á þessu. Nota má laust pláss í vefhýsingunni sjálfri fyrir afritin sín.