Forsíða Uppsetning léna Uppsetning léna með stjórnborðinu (cPanel)
Uppsetning léna með stjórnborðinu (cPanel) Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst

Til eru tvær megin leiðir við uppsetningu léna á vefsvæðum. Önnur heitir Parked Domains og hin heitir Addon Domains. Parked domain er lén sem er lagt ofan á annað lén og vísar í raun á sömu vefsíðu/heimasíðu. Hjá okkur eru enging takmörk fyrir því hversu mörg lén geta vísað á sömu vefsíðu.

Addon Domains eru lén sem vísa hvert á eigin vefsíðu sem hver og ein býr í sér möppu innan vefsvæðisins. Með Addon Domains getur einn og sami aðilinn rekið margar heimasíður hverja undir sér léni en greiðir aðeins fyrir eitt vefsvæði.

Uppsetning á Parked Domain er mjög einföld.

  1. Opna cPanel 
  2. Velja "Manage Parked Domains"
  3. Slá inn nafn nýja lénsins í "New Domain Name" og velja "Add Domain" hnappinn.

Tenging nýrra léna 

Þegar tilvonandi lénsherrar panta hjá okkur vefhýsingu notum við "Parked Domain" aðferðina til þess að tengja hið eiginlega lén við undirlén sem viðkomandi fær hjá okkur. Þannig hafa allir sem hjá okkur hýsa minnst tvö lén til að nálgast allt sem skiptir máli varðandi heimasíðu viðkomandi. Á myndinni að ofan sést listi af lénum sem öll búa ofan á www.edal.vefir.net. www.edal.vefir.net sést ekki hjá gestum vefsins og þjónar aðeins umsýslu og öryggishlutverki.