Forsíða Vörur og verð
Rafrænt skírteini 2 ár (SSL)
Verð: kr. 33.480 (kr. 27.000 án vsk.) fyrsta ár
Rafrænt skírteini (verð miðast við tveggja ára gildistíma). Rafræn skírteini auðkenna vefsíðuna þína og gefa kost á dulkóðun samskipta við gesti vefsíðunnar. Þetta er oftast notað við móttöku á greiðslukortum og slíku.

Rafræna skírteinið er einnig notað við skipti á öðrum viðkvæmum upplýsingum svo sem fjárhagslegum eða persónulegum. Heimabankar eru t.d. ávalt notaðir í dulkóðuðum samskiptum byggðum á rafrænum skírteinum.

Rafræn skírteini / auðkenni eru mismunandi traust þ.e. mismunandi stig eru á því hversu vel auðkenndur sá er sem hefur fengið skírteinið útgefið í sínu nafni. Á lægstu stigum auðkenningar fer fram nokkuð yfirborðskennd auðkenning með tölvupósti og kannski símtali frá útgefanda til þess sem á að auðkenna en á hæstu stigum fer fram ýtarleg könnun á mörgum sviðum sem öll þurfa að staðfesta og styðja hvert annað. Þetta kemur fram í skírteininu sjálfu en það er hægt að skoða í vafranum hjá sér þegar maður flettir upp auðkenndri vefsíðu (sjá hér t.d.)

Í varfranum má sjá tvö megin merki þess að samskiptin eru dulkóðuð. Byrjunin á slóðinni að vefsíðunni er https:// í stað http:// og aftan við slóðina og oftast neðst í glugganum einnig má sjá mynd af lás. Ef smellt er á lásinn koma upp upplýsingar um rafræna skírteinið, hverjum það tilheyri og hver gaf það út ofl. Sér rafræna skírteinið útrunnið kemur tilkynning um það strax og vefsíðunni er flett upp. Hægt er að hunsa þá tilkynningu ef maður treystir viðkomandi vefsíðuútgefanda.

 


Setja í körfu   Aftur í vörulista


Vörur sem fara vel með() Rafrænt skírteini 2 ár (SSL):
  Vöruheiti
Verð
Eining
  Nánari skýringar
Joomla grunnur - vefumsjónarkerfi
(sjá nánar)
Setja í körfu
kr. 9.920
8.000 án vsk.
per uppsetningu Grunn uppsetning á hinum vinsælu og margverðlaunuðu Joomla og Mambo vefumsjónarkerfum og íslenskun á nokkrum textum sem snúa að gestum vefsins. Eigandi vefsins getur tekið við aðlögun hér eða tekið næsta skref sem er aðlögun skapalóns (template).
Vefhýsing - Bronz (500MB)
(sjá nánar)
Setja í körfu
kr. 2.139
1.725 án vsk.
per mánuð Bronz-hýsingin nægir í vefhýsingu lang flestra félaga, stofnana, fyrirtækja og einstaklinga. Hægt er að vera með allt ótakmörkuð netföng og ótakmörkaðan fjölda undirléna og aukaléna. Tilvalið fyrir dæmigerðar heimasíður félaga, fyrirtækja og stofnana.
Vefhýsing - Silfur (5GB)
(sjá nánar)
Setja í körfu
kr. 3.906
3.150 án vsk.
per mánuð Silfrið hentar best fyrir þá sem þurfa mikið pláss fyrir einn vef eða eru með marga litla vefi undir sinni stjórn. Bæta má við Silfur plús (4GB) fari plássleysi að segja til sín.
Vefhýsing - Grunnur (300MB)
(sjá nánar)
Setja í körfu
kr. 1.426
1.150 án vsk.
per mán. Grunn-hýsingin nægir í vefhýsingu lang flestra félaga, stofnana, fyrirtækja og einstaklinga.
Skráning á .is léni hjá isnic
(sjá nánar)
Setja í körfu
kr. 12.450
10.040 án vsk.
per lén Láttu okkur sjá um léna skráninguna fyrir hóflega þóknun. Þú verður löglegur rétthafi lénsins og hefur því fulla stjórn á því í framhaldinu. Greiðsla fyrir skráninguna þarf að berast fyrirfram því leggja þarf út fyrir skráningunni hjá isnic.
Skráning á erlendu léni
(sjá nánar)
Setja í körfu
kr. 6.820
5.500 án vsk.
per skrán. (.net, .com, .org ofl.) Láttu okkur sjá um léna skráninguna gegn hóflegri þóknun. Þú verður löglegur rétthafi lénsins. Greiðsla fyrir skráninguna þarf að berast fyrirfram því leggja þarf út fyrir skráningunni hjá skráningaraðila.