Til eru tvær megin leiðir við uppsetningu léna á vefsvæðum. Önnur heitir Parked Domains og hin heitir Addon Domains. Parked domain er lén sem er lagt ofan á annað lén og vísar í raun á sömu vefsíðu/heimasíðu. Hjá okkur eru enging takmörk fyrir því hversu mörg lén geta vísað á sömu vefsíðu.
|
Nánar...
|
Við bjóðum þeim sem vilja skoða pöntunarferlið án ábyrgðar að gera þykjustunni pantanir. Í pöntunarferlinu er möguleiki á að haka við að verið sé að prófa. Þannig pantanir eru einfaldlega ekki afgreiddar með uppsetningu vefsvæðis en þú færð samt kost á að sjá hvernig ferlið gengur fyrir sig. Þó þarf að setja inn netfang til að sjá staðfestingapósta og slíkt. |
|
Bæði orðin í fyrirsögninni tengjast hryllingi í huga okkar flestra í nánast öllu öðru samhengi. En þegar þau standa saman eru þau fagnaðarefni jafnvel grandvörustu einstaklingum. |
Nánar...
|
Vefumsjónarkerfi verða æ vinsælli hjá lénsherrum internetsins. Þau auðvelda mjög innsetningu/uppfærslu á efni og ekki þarf sérþekkingu í vefsíðugerð til að nota þau. Við höfum nú notað sjálfir og sett upp fyrir viðskiptavini Joomla og Mambo vefumsjónarkerfi í nokkur ár. Áreiðanleiki og sveigjanleiki þessarar kerfa færir þau höfuð og herðar yfir flest önnur kerfi í gæðum.
|
Nánar...
|
Þú getur nýtt GMail sem tölvupóstviðmót og sótt og sent tölvupóst þaðan í nafni þíns eigin léns. Þetta er einfalt í uppsetningu og þarfnast engrar sérstakrar tæknikunnáttu. Hér eru leiðbeiningar:
|
Nánar...
|
"Ég ákvað að gefa mér smá tíma til að hæla strákunum og auðvitað stelpunum líka þarna á edal.net.
Ég hef verið í viðskiptum við edal.net í nokkur ár." |
Nánar...
|
Töluvert er um það hjá viðskiptavinum að þeir geymi póstinn sinn hjá okkur varanlega jafvel þó þeir sæki póstinn með Outlook eða öðrum póstforritum. Það felst mikið öryggi í að eiga póstinn á tveimur stöðum og aðgengilegan hvaðan sem er í heiminum því sem næst. Í Outlook er netfangið stillt með valmöguleikanum "Leave mail on server" til að fá fram þessa virkni. |
Nánar...
|
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 2 af 3 |