Vefþjónar í skýjunum |
![]() |
Í flestum tilfellum er um að ræða svokallaðar sýndarvélar (virtual computers). Það hefur reynst vænlegasta leiðin til að ná hagkvæmni en halda jafnframt háu öryggisstigi. Stundum er þó þörf á hráum vélbúnaði og getum við veitt þá þjónustu í BNA og Þýskalandi. Þessa dagana er vinsælt að tala um Cloud Computing eða tölvur í skýjunum ef við snörum þessu yfir á ylhýra. Það er ekki að ástæðu lausu að þessi tegund sýndarvéla er vinsæl, loforðið um uppitíma og öryggi er freistandi. Við höfum slíkar vélar á boðstólum í London og BNA. Það fylgir sýnarvélunum mikill sveigjanleiki í því að hægt er að stækka og minnka vélarnar á nokkrum mínútum, jafnvel eftir að þær eru komnar í fulla notkun.
Hugbúnaðarveitan er leiðin að því að hafa skrifstofuna sem næst því að vera rafræna og algjörlega óháða staðsetningu. Skrifstofan verður sem sagt þar sem starfmenn eru hverju sinni svo fremi þeir hafa aðgang að tölvu (eða einum af þessum nýju símum). Þetta er verkefni í þróun og bjóðum við þeim sem vilja að hafa samband og kynna sér málið betur.
|