Villa
Spam Assassin Prentvæn útgáfa

arrowlogo.pngRuslpóstsían Spam Assassin er eins og nafnið gefur til kynna vægðarlaus við ruslpóstinn. Ýmsir möguleikar bjóðast í uppsetningu þessarar þjónustu en allar stillingar fara fram í gegn um stjórnborðið (cpanel - sjá Spam Assassin undir E-Mail hlutanum).

Byrjað er á að virkja (enable) kerfið en sú aðgerð er það fyrsta sem blasir við þegar það er opnað.

 

SpamA.enable.gif

 

Næsta skref er að gefa upp undantekningar en við setjum t.d. alltaf inn þá undantekningu að netföng sem enda á .is sleppa framhjá óáreitt. Smelltu á "Configure Spam Assassin..." til að breyta stillingunum. Á eftirfarandi mynd sérst dæmigerð uppsetning á Spam Assassin í cpanel.

SpamA.settings.gif

Þessar stillingar gera ráð fyrir nokkuð strangri síun ruslpósts. Strangasta síunin er 1 og svo er hægt að létta á henni með hærri tölum í "required score". Notað er * merkið til að tákna hvað sem er í "whitelist_from". Hérna er sem sagt öllum .is sendingum hleypt í gegn og öllum frá léninu edal.net. Sömu aðferð má nota á "blacklist_from" til að blokkera póst frá tilteknum lénum eða netföngum.

Nauðsynlegt er að setja eitthvað í "rewrite_header subject" reitinn eins og hér kemur fram. Það gefur þér kost á að setja upp síu í t.d. Outlook til að færa allan ruslpóst í sérstaka möppu sjálfkrafa. Einnig er hægt að láta kerfið einfaldlega hafna ruslpósti eða henda honum án þess að þú sjáir hann nokkurn tíman eða þurfir að hlaða honum niður. Við notum þá aðferð hjá okkur því okkar reynsla er að Spam Assassin flokki ruslpóst réttilega í öllum tilfellum þó svo einn og einn sleppi í gegn þá höfum við ekki séð hann henda löglegum póstum ennþá.